Wilshere lánaður til Bolton

Jack Wilshere fær nú tækifæri með Bolton.
Jack Wilshere fær nú tækifæri með Bolton. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur lánað miðjumanninn efnilega Jack Wilshere til úrvalsdeildarliðsins Bolton Wanderers, út þetta tímabil. Hann fer beint í leikmannahóp Bolton sem mætir Liverpool á morgun.

„Jack er hæfileikaríkur, ungur leikmaður sem hungrar í að spila og ég tel að hann eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Hann er geysilega öflugur og mun styrkja okkar hóp," sagði Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, á vef félagsins.

Wilshere, sem varð 18 ára á nýársdag, er leikmaður með 21-árs landsliði Englands þrátt fyrir ungan aldur og hefur spilað tvo leiki með Arsenal í úrvalsdeildinni, auk fjölda bikarleikja. Hann hefur verið í röðum Arsenal frá 9 ára aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert