Eiður Smári skoraði tvö fyrir Tottenham

Eiður Smári heldur hér á keppnistreyju Tottenham.
Eiður Smári heldur hér á keppnistreyju Tottenham. www.tottenhamhotspur.com

Eiður Smári Guðjohnsen fékk óskabyrjun með Tottenham í kvöld en hann skoraði tvö mörk í 4:1 sigri á Dagenham & Redbridge en liðin áttust við í æfingaleik.

Eiður skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúma einnar mínútu leik með sinni fyrstu snertinu og hann skoraði fjórða sinna manna með skalla af stuttu færi en Eiður var fyrir helgina lánaður til Tottenham út leiktíðina frá Mónakó.

Eiður lék allan tímann en liðið var að mestu skipað leikmönnum úr varaliðinu enda á aðallið Tottenham leik gegn Leeds í bikarnum annað kvöld í endurteknum leik í 4. umferðinni. Eiður er ekki löglegur til að spila þann leik þar sem hann var ekki kominn til Tottenham þegar liðin áttust við í fyrri leiknum.

,,Þetta var frábært fyrir Eið. Hann lagði hart að sér við æfingar um helgina með aðstoðarþjálfurunum en hann þurfti að fá að spila til að komast í leikform og að kynnast öðrum leikmönnum,“ segir Clive Allen, einn úr þjálfararateymi Tottenham, á vef félagsins. Younes Kaboul lék einnig með Tottenham-liðinu í kvöld en miðvörðurinn er kominn aftur til liðsins eftir að hafa spilað með Portsmouth.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert