Fyrsti sigur Wigan á Liverpool (myndband)

Dirk Kuyt og Gary Caldwell í baráttunni á DW vellinum …
Dirk Kuyt og Gary Caldwell í baráttunni á DW vellinum í kvöld. Reuters

Wigan vann í kvöld Liverpool í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni þegar liðin áttust við á DW vellinum í Wigan í kvöld. Það var Kólumbíumaðurinn Hugo Rodallega sem skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu.

Sigurmark leiksins í kvöld, smellið hér

Þetta var níunda tap Liverpool í deildinni á leiktíðinni og er liðið 6. sæti deildarinnar með 48 stig en Wigan fór upp um tvö sæti og er í 14. sæti með 28 stig. Gengi Liverpool á útivelli hefur verið afleitt en það hefur aðeins unnið fjóra af 15 útleikjum sínum.

Textalýsing frá leiknum:

90. Leik lokið. Wigan vinnur Liverpool í fyrsta sinn.

Gulu spjöldin halda áfram að hrannast upp hjá leikmenn Liverpool. Torres og Gerrard eru komnir í svörtu bókina fyrir pirringsbroy og þar með hafa fimm liðsmenn Liverpool fengið að líta gula spjaldiðþ

75. Torres í upplögðu færi en skot hans fór rétt framhjá markinu.

73. Liverpool bjargar á elleftu stundu en eftir góða skyndisókn Wigan munaði hársbreidd að Paul Scharner tækist að koma boltanum í netið.

65. Liverpool menn hafa sótt í sig veðrið síðustu mínúturnar eftir að liðsmenn Wigan höfðu í tvígang gert atlögu að marki Liverpool.

55. Glen Johnson leysir Lucas Leiva af hólmi en Johnson hefur ekki leikið síðan hann meiddist í lok desember. 

45. Hálfleikur á DW vellinum í Wigan þar sem heimamenn verðskuldaða forystu, 1:0. Gestirnir frá bítlaborginni hafa ekki náð sér á strik og leikmenn liðsins frá örugglega harða ræðu frá knattspyrnustjóranum Rafael Benítez í leikhléinu.

35. MARK!! Hugo Rodallega er búinn að koma Wigan yfir á DW vellinum með skoti af stuttu færi sem Pepe Reina réð ekki við. Þetta er áttunda mark Kólumbíumannsins í úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Þrír leikmenn Liverpool hafa fengið að líta gula spjaldið á fyrsta hálftíma leiksins. Fyrst fór Emiliano Insua í bókina og, rétt á eftir Lucas Leiva og síðan Sotirios Kyrgiakos.

8. Ekki mátti miklu muna að Torres kæmi Liverpool yfir en skot Spánverjans úr þröngu færi frá í utanverða stöngina.

Glen Johnson er aftur kominn inn í leikmannahópinn hjá Liverpool eftir meiðsli en bakvörðurin snjalli hefur leik á bekknum. Hann lék síðast með Liverpoolþann 28. desember.

Wigan: Kirkland, Boyce, Caldwell, Bramble, Figueroa, Diame, McCarthy, N'Zogbia, Scharner, Rodallega, Moreno. Varamenn: Stojkovic, Amaya, Thomas, Scotland, Moses, Gomez, Sinclair.
Liverpool: Reina, Mascherano, Carragher, Kyrgiakos, Insua, Lucas, Gerrard, Maxi, Kuyt, Benayoun, Torres. Varamenn: Cavalieri, Johnson, Aquilani, Agger, Riera, Babel, Ngog.

Hugo Rodallega kemur Wigan í 1:0 gegn Liverpool.
Hugo Rodallega kemur Wigan í 1:0 gegn Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert