Arsenal mætir Barcelona - Man Utd leikur við Bayern München

Arsenal er í pottinum í átta liða úrslitunum en hér …
Arsenal er í pottinum í átta liða úrslitunum en hér fagna þeir Samir Nasri og Alex Song marki. Reuters

Arsenal mætir Evrópumeisturum Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildinnar í knattspyrnu en dregið var til þeirra nú rétt í þessu. Englandsmeistarar Manchester United leika gegn Bayern München.

Drátturinn í átta liða úrslitunum:

Lyon - Bordeaux

Bayern München - Manchester United

Arsenal - Barcelona

Inter - CSKA Moskva

*Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum verða leiknir 30. og 31. mars en síðari leikirnir 7. og 8. apríl.

Undanúrslitin:

B.München/Man Utd - Lyon/Bordeaux

Inter/CSKA Moskva/ - Arsenal/Barcleona

*Undanúrslitin verða 20. og 21. apríl og 27. og 28. apríl.

Arsenal og Barcelona áttust við í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2006 þar sem Barcelona hafði betur, 2:1. Með Barcelona leikur Frakkinn Thierry Henry sem lék um árabil með Arsenal og er goðsögn hjá Lundúnaliðinu.

Manchester United og Bayern München áttust við í frægum úrslitaleik á Camp Nou árið 1999 þar sem United hafði betur, 2:1, með mörkum frá Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær í uppbótartíma.

Árið 2001 sló Bayern München lið Manchester United út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Bæjarar fóru síðan alla leið og hömpuðu Evrópumeistaratitlinum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert