United lagði Liverpool og endurheimti toppsætið

Park Ji-Sung fagnar marki sínu á Old Trafford í dag.
Park Ji-Sung fagnar marki sínu á Old Trafford í dag. Reuters

Manchester United lagði erkifjendur sína í Liverpool, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í dag. Fernando Torres kom Liverpool yfir en þeir Wayne Rooney og Ji-Sung Park tryggðu United sigurinn og þar með endurheimtu Englandsmeistararnir tveggja stiga forskot í toppsætinu.

Textalýsing frá leiknum:

90+5 Leik lokið, 2:1.

89. Fernando Torres kiksar fyrir opnu marki eftir vel útfærða sókn Liverpool. Uppbótartíminn á Old Trafford eru 5 mínútur.

84. Rooney y með góðan sprett en skotið hjá honum frekar slappt og boltinn lak framhjá. Í sömu mund er markaskorarinn Park kallaður af velli og í hans stað kemur Paul Scholes.

82. Síðasta skiptingin hjá Liverpool. Yossi Benayoun kemur inná fyrir Lucas Leiva. Liverpool hefur sótt í sig veðrið síðustu mínúturnar þó án þess að skapa sér færi.

78. Ryan Giggs, sem hefur verið frá keppni í fjórar vikur vegna handleggsbrots, kemur inná í liði United og leysir Nani af hólmi.

75. Rafael Benítez gerir aðra breytingu. Maxi Rodriguez er tekinn af velli og Hollendingurinn Ryan Babel kemur í hans stað. Lið Manchester United er enn óbreytt.

73. Ítalinn Alberto Aquliani er kominn inná í lið Liverpool fyrir Hollendinginn Dirk Kyut.

70. Tuttugu mínútur eru nú eftir af þessum stórleik. United hefur ágæt tök á leiknum en Liverpool-liðinu hefur gengið illa að finna glufur á sterkri vörn heimamanna.

60.MARK!! Ji-Sung Park skorar með því að henda sér fram og skalla í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Darren Fletcher.

45. Howard Webb flautar til leikhlés á Old Trafford. Staðan er, 1:1. Manchester United hefur verið öllu betri aðilinn í leik sem hófst með látum en síðasta hálftímann gerðist fátt markvert. Þrír Liverpool hafa fengið að líta gula spjaldið, Mascherano, Torres og Carragher.

22. Park í dauðafæri en skalli Kóreumannsins eftir sendingu frá Valencia fór framhjá.

11.MARK!! Wayne Rooney skorar fyrir Manchester United. Rooney tók vítaspyrnu sem Jose Reina varði en Rooney var fljótur að átta sig og skoraði af öryggi úr frákastinu. Vítaspyrnan var dæmd á Javier Mascherano fyrir að fella Valencia. Argentínumaðurinn fékk að líta gula spjaldið og það fannst Sir Alex Ferguson ekki réttur dómur. Hann vildi fá að sjá rautt spjald.

5. MARK!! Fernando Torres skorar glæsilegt skallamark eftir sendingu frá Dirk Kyut. Þetta er fyrsta markið sem United fær á sig á heimavelli í deildinni á þessu ári.

Man Utd: Van der Sar, Gary Neville, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Antonio Valencia, Darren Fletcher, Michal Carrick, Ji-Sung Park, Nani, Wayne Rooney. Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Giggs, Scholes, Rafael, Evans, Obertan.

Liverpool: Jose Reina, Glen Johnson, Jamie Carragher, Daniel Agger, Emiliano Insua, Javer Mascherano, Steven Gerrard, Lucas Leiva, Dirk Kuyt, Maxi Rodriguez, Fernando Torres. Varamenn: Cvalieri, Aquilani, Benayoun, Kyrgiakos, Babel, Ngog, Kelly.

Wayne Rooney tekur vítaspyrnuna. Reina varði en Rooney náði frákastinu …
Wayne Rooney tekur vítaspyrnuna. Reina varði en Rooney náði frákastinu og skoraði. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert