Tvö frá Torres gegn Sunderland

Lee Cattermole hjá Sunderland reynir að stöðva Fernando Torres í …
Lee Cattermole hjá Sunderland reynir að stöðva Fernando Torres í leiknum í dag. Reuters

Liverpool vann mjög öruggan sigur á Sunderland, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í dag. Fernando Torres skoraði tvö mörk og Glen Johnson eitt.

Liverpool lyfti sér uppí 5. sætið með 54 stig og komst uppfyrir Manchester City. Sunderland er í 13. sæti með 35 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti deildarinnar.

Fernando Torres kom Liverpool yfir strax á 3. mínútu með gullfallegu marki. Hann fékk boltann úti á vinstri kantinum, lék inní vítateiginn og lyfti honum þaðan beint uppí markvinkilinn fjær, 1:0.

Hægri bakvörðurinn Glen Johnson bætti við marki á 32. mínútu. Hann fék boltann rétt fyrir utan vítateig eftir hornspyrnu, lagði hann fyrir vinstri fótinn og þrumaði honum í netið, með viðkomu í varnarmanni, 2:0.

Þeir Johnson og Torres voru aftur á ferðinni á 60. mínútu. Johnson laumaði þá boltanum inní  vítateiginn á Torres sem skoraði af stuttu færi, 3:0

Byrjunarliðin voru þannig skipuð:

Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Maxi, Mascherano, Gerrard, Babel, Kuyt, Torres.
Varamenn: Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Kyrgiakos, Lucas, Ngog, El Zhar.

Sunderland: Gordon, Bardsley, Turner, Cana, Ferdinand, Campbell, Henderson, Cattermole, Richardson, Malbranque, Bent.
Varamenn: Carson, Zenden, Jones, Da Silva, Kilgallon, Mwaruwari, Liddle.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert