Fer Vidic í fjögurra leikja bann?

Nemanja Vidic á hér í höggi við Gabriel Agbonlahor í …
Nemanja Vidic á hér í höggi við Gabriel Agbonlahor í leik Manchester United og Aston Villa. Reuters

Nemanja Vidic miðvörðurinn sterki í liði Manchester United gæti átt yfir höfði sér fjögurra leikja bann verði hann fundinn sekur um að hafa gefið Svíanum Johan Elmander viljandi olnbogaskot í viðureign United og Bolton á laugardaginn.

Sauma þurfti Elmander fjögur spor í höfuðið eftir viðskiptin við Vidic. Martin Atkinson dómari leiksins sá ekki ástæðu til að aðhafast neitt í málinu en aganend enska knattspyrnusambandið gæti skoðað myndbandsupptöku af leiknum og komist hún að þeirri niðurstöðu að Vidic hafi gefið Elmander viljandi högg með olnboganum fer Serbinn í fjögurra leikja bann.

Það yrði mikið áfall fyrir Englandsmeistarana ef Vidic yrði úrskurðaður í fjögurra leikja bann en meistararnir eiga sex leiki eftir í úrvalsdeildinni þar sem þeir eru harðri baráttu við Chelsea og Arsenal um meistaratitilinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert