Ancelotti: Ekki gott að United féll úr Meistaradeildinni

Carlo Ancelotti stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti stjóri Chelsea. Reuters

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea telur að fall Manchester United út úr Meistaradeildinni í vikunni gefi United færi á að sækja fast að sínu liði í baráttunni um enska meistaratitilinn. Chelsea, Manchester United og Arsenal slást um að hampa titlinum eftirsótta þegar fimm umferðum er ólokið í deildinni.

Chelsea lagði United á Old Trafford fyrir viku síðan og komst í efsta sæti deildarinnar en United getur endurheimt það á morgun með sigri á móti Blackburn þar sem Chelsea leikur í dag í bikarnum á móti Aston Villa.

,,Það er ekki góð tíðindi að United sé úr leik í Meistaradeildinni því nú verða leikmenn liðsins einbeittir á ensku úrvalsdeildinni. Við verðum því að gæta að þeim því þeir eru nálægt okkur. Ég hefði frekar kosið að Manchester United hefði slegið Bayern München út því það hefði gert okkur auðveldara,“ segir Ancelotti.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert