Benítez: Litlir möguleikar að ná fjórða sætinu

Björn Helge Riise og Daniel Pacheco í baráttunni á Anfield …
Björn Helge Riise og Daniel Pacheco í baráttunni á Anfield í dag. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool viðurkenndi eftir leikinn við Fulham að möguleikar liðsins á að ná fjórða sætinu væru nú litlir sem engir en Liverpool varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Fulham og er í sjötta sæti deildarinnar, sex stigum frá Manchester City sem er í fjórða sætinu.

,,Þetta er ekki í okkar höndum. Þetta ræðst af öðrum liðsins og líklega er munurinn of mikill. Við verðum að halda áfram og það er mikilvægt að gera sitt besta og reyna að komast eins ofarlega á töfluna og hægt er. Við munum reyna að vinna þá leiki sem við eigum eftir og að bera sigur úr býtum í Evrópudeildinni,“ sagði Benítez.

,,Við réðum algjörlega ferðinni og það voru vonbrigði að okkur skildi ekki takast að skora miðað við þá yfirburði sem við höfðum í leiknum. Við fengum svo sannarlega færin til að skora en því miður tókst það ekki.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert