Dawson: Mætum óhræddir á Old Trafford

Michael Dawson í baráttu við Zoltan Gera.
Michael Dawson í baráttu við Zoltan Gera. Reuters

Michael Dawson miðvörðurinn sterki í liði Tottenham segir engan ótta í herbúðum liðsins fyrir leikinn gegn Manchester United á Old Trafford í hádeginu á morgun. Tottenham hefur ekki átt sjö dagana sæla gegn United en liðið vann rauðu djöflanna síðast árið 2001 og 21 ár er liðið frá því Tottenham fagnaði síðast sigri á Old Trafford.

,,Það er enginn ótti hjá fyrir leikinn gegn United. Við höfum í síðustu tveimur leikjum innbyrt sex stig gegn Arsenal og Chelsea svo það gott sjálfstraust í liðinu og við höfum engu að tapa,“ segir Dawson á vef Tottenham en hann hefur leikið sérlega vel í hjarta varnarinnar hjá Lundúnaliðinu.

,,Þetta verður annar spennandi dagur og vonandi náum við að fá eitthvað út úr leiknum. Það eru mikil gæði í okkar leikmannahópi svo ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki tekið stig af toppliðunum. Við viljum vera þar sem Chelsea, United og Arsenal eru núna. Við stefnum á það og vonandi getur það byrjað á þessu tímabili með því að við náum fjórða sætinu.“




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert