Carragher: Ég yngist ekki

Jamie Carragher í baráttunni með Liverpool.
Jamie Carragher í baráttunni með Liverpool. Reuters

Jamie Carragher varnarmaðurinn öflugi hjá Liverpool ákvað að verða við beiðni Fabio Capello landsliðsþjálfara Englendinga og gefa kost á sér í landsliðið að nýju eftir þriggja á hlé.

Carragher var valinn í 30 manna hópinn sem verður síðan skorinn niður í 23 leikmenn en nær öruggt er að hann verði með í hópnum sem fer til Suður-Afríku.

,,Enska knattspyrnusambandið setti sig í samband við mig og spurði hvort ég væri tilbúinn til að endurskoða ákvörðun mína þar sem töluvert væri um meiðsli. Ég tjáði þeim að ég væri tilbúinn,“ segir Carragher á vef Liverpool.

,,Heimsmeistaramótið og Meistaradeildin eru hápunktarnir í fótboltanum. Ég yngist ekki en það verður víst engin Meistaradeild hjá mér á næstu leiktíð og ég er fullur af áhuga að starfa undir stjórn Fabio Capello.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert