Gerrard: Stöndum allir með Green

Frank Lampard, Wayne Rooney og Shaun Wright-Phillips ganga af velli …
Frank Lampard, Wayne Rooney og Shaun Wright-Phillips ganga af velli í kvöld, frekar súrir með úrslitin. Reuters

Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði að leikmenn liðsins stæðu allir sem einn við bakið á Robert Green, markverði, en slæm mistök hans leiddu til þess að England gerði aðeins jafntefli, 1:1, við Bandaríkin á HM í kvöld.

Green missti boltann framhjá sér eftir meinlaust skot frá Clint Dempsey undir lok fyrri hálfleiks en Gerrard hafði komið Englendingum yfir strax á 4. mínútu.

„Þetta var eitt af þessum furðuatvikum í fótboltanum og við megum ekki skella skuldinni á markmanninn. Boltinn hefur sjálfur verið í umræðunni og hann er dálítið óútreiknanlegur. Rob mun læra af þessu, og á eflaust eftir að verja á mikilvægu augnabliki og tryggja okkur sigur. Við stöndum við bakið á honum, allir sem einn. Það var vissulega dálítið áfall fyrir okkur að fá þetta mark á okkur og við vorum nokkra stund að jafna okkur á því," sagði Gerrard við ITV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert