Joe Cole til Liverpool

Joe Cole á æfingu með enska landsliðinu.
Joe Cole á æfingu með enska landsliðinu. Reuters

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur gert samning til fjögurra ára við enska landsliðsmanninn Joe Cole sem leikið hefur síðustu ár með Chelsea. Þetta er staðfest á heimasíðu Liverpool.

Á heimasíðunni má lesa eftirfarandi tilkynningu.

„Liverpool FC er hæstánægt með að tilkynna að samið hefur verið við Joe Cole til fjögurra ára. Miðvallarleikmaðurinn enski hefur samið um kaup og kjör við félagið og un gangast undir læknisskoðun á næstu tveimur sólarhringum.“

Joe Cole er 28 ára gamall og uppalinn hjá West Ham. Þaðan fór hann til Chelsea árið 2003 og vann til fjölda titla áður en samningur hans rann út nú í vor.

Fleiri félög voru sögð á höttunum eftir Cole og má þar nefna Arsenal, Tottenham og Manchester United. Hann er hins vegar orðinn fyrsti leikmaðurinn til að skrifa undir hjá Liverpool eftir að Roy Hodgson tók við þar sem knattspyrnustjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert