Hernández skoraði í fyrsta leiknum fyrir Man. Utd (myndband)

United-menn fagna einu marka sinna í nótt.
United-menn fagna einu marka sinna í nótt. Reuters

Manchester United vann í nótt stórsigur á úrvalsliði bandarísku MLS-deildarinnar, 5:2, en þetta var síðasti leikur United-manna í æfinga- og keppnisferðalagi þeirra um Bandaríkin.

Mörkin úr leiknun, smellið HÉR

Mexíkóinn Javier Hernández, sem kom til United frá Chivas Guadalajara í sumar, skoraði í leiknum sem var hans fyrsti leikur fyrir United. Hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði síðasta mark United.

Sir Alex Ferguson var hæstánægður með nýja manninn.

„Varnarmenn eru alltaf hræddir við fljóta leikmenn, sem geta skotið sér aftur fyrir þá. Markið hjá Hernández er gott dæmi um þetta. Tímasetning hlaupsins og það hvernig hann kom að boltanum sýndi að hann verður varnarmönnum erfiður, það er ekki spurning,“ sagði Ferguson eftir leikinn

Annar ungur framherji, Federico Macheda, skoraði fyrstu tvö mörk United í nótt en þeir Darron Gibson og Tom Cleverley voru einnig á meðal markaskorara.

Lið Manchester United: Van der Sar, Rafael, Brown, J.Evans, Fabio (Scholes 72), Obertan (Cleverley 23), Fletcher, O'Shea, Giggs (Gibson 52), Nani (Chicharito 62), Macheda (Welbeck 62).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert