Park með tvennu í stórsigri Man. Utd

Javier Hernandez virðist smella vel inn í lið Man. Utd …
Javier Hernandez virðist smella vel inn í lið Man. Utd og skoraði í kvöld. Reuters

Manchester United vann í kvöld stórsigur á úrvalsliði írsku deildarinnar, 7:1, í síðasta æfingaleik sínum áður en leiktíðin hefst á Englandi með leik United og Chelsea um Samfélagsskjöldinn á sunnudag.

Þetta var fyrsti leikurinn sem fram fer á nýjum og glæsilegum leikvangi Íra, Aviva Stadium, sem tekur um 50.000 manns í sæti og verður vettvangur úrslitaleiks Evrópudeildar UEFA í vor.

Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði tvö marka United í sínum fyrsta leik með liðinu eftir sumarfrí. Michael Carrick, Nemanja Vidic og Wayne Rooney léku einnig sinn fyrsta leik eftir sumarfrí en allir fjórir voru á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

Michael Owen, Javier Hernandez, Antonio Valencia, Jonny Evans og Nani skoruðu einnig í kvöld en mark Portúgalans kom úr vítaspyrnu.

Lið Manchester United: Kuszczak (Amos 64.), Evans, Smalling, Vidic, O'Shea, Valencia, Carrick (Fletcher 37.), Gibson, Park (Nani 64.), Rooney (Hernandez 45.), Owen (Berbatov 45.).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert