Hangeland skúrkur og hetja gegn Man.Utd

Nemanja Vidic hjá Man.Utd og Clint Dempsey hjá Fulham eigast …
Nemanja Vidic hjá Man.Utd og Clint Dempsey hjá Fulham eigast við í leiknum í dag. Reuters

Fulham og Manchester United skildu jöfn, 2:2, í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Craven Cottage í London í London í dag þar sem miklar sviptingar voru á lokamínútunum.

Paul Scholes kom United yfir strax á 11. mínútu með firnaföstu skoti af 25 metra færi, 0:1, eftir að Dimitar Berbatov renndi boltanum út til hans.

Fulham jafnaði metin á 57. mínútu. Damien Duff brunaði upp hægri kantinn og sendi boltann á Bobby Zamora. Hann renndi boltanum á Simon Davies sem afgreiddi hann í netið með skoti rétt utan markteigs, 1:1.

Manchester United komst yfir á ný á 84. mínútu. Nani tók hornspyrnu frá hægri og markteignum fór boltinn í hnéð á Brede Hangeland, norska miðverðinum hjá Fulham, og þaðan í netið, 1:2.

United fékk síðan vítaspyrnu á 86. mínútu þegar Damien Duff fékk boltann slysalega í höndina í eigin vítateig. Nani tók spyrnuna en Stockdale markvörður Fulham varði glæsilega.

Í stað þess að United gulltryggði sigurinn jafnaði Fulham á 89. mínútu. Það var enginn annar en Brede Hangeland sem sem skallaði boltann í mark United eftir hornspyrnu, 2:2, og bætti heldur betur fyrir sjálfsmarkið.

Wayne Rooney lék ekki með Manchester United í dag vegna magakveisu. Liðin voru þannig skipuð:

Fulham: Stockdale, Pantsil, Hughes, Hangeland, Konchesky, Duff, Murphy, Etuhu, Davies, Dempsey, Zamora.
Varamenn: Zuberbuhler, Kelly, Baird, Gera, Riise, Greening, Dembele.
Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Jonathan Evans, Evra, Valencia, Fletcher, Scholes, Park, Hernández, Berbatov.
Varamenn: Kuszczak, Owen, Giggs, Smalling, Carrick, Nani, Rafael Da Silva.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert