Sneijder: Mourinho mun taka við af Ferguson

José Mourinho stjórnar liði Ineter gegn United á Old Trafford. …
José Mourinho stjórnar liði Ineter gegn United á Old Trafford. Í baksýn má glitta í Alex Ferguson. Reuters

Hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder leikmaður Inter á Ítalíu telur víst að José Mourinho taki við stjórastöðunni hjá Manchester United þegar Sir Alex Ferguson ákveður að draga sig í hlé. Sneijder lék undir stjórn Mourinho hjá Inter en Portúgalinn er nú tekinn við stórliði Real Madrid.

,,Ég hef átt mörg löng og djúp viðtöl við José og ég myndi leggja pening undir að hann tæki við Ferguson. Ég veit að honum langar að taka við stjórastöðunni hjá Manchester United,“ segir Sneijder í viðtali við breska blaðið Daily Star í dag.

,,Í hreinskilni sagt þá er hann líklega eini þjálfarinn í heiminum sem er fær um að taka við af Ferguson. Einn heimsklassa þjálfari hættir og annar heimsklassa þjálfari tekur við,“ segir Hollendingurinn.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert