Stoke staðfestir að eiga í viðræðum við Eið Smára

Eiður Smári fagnar marki sínu gegn Stoke á síðustu leiktíð.
Eiður Smári fagnar marki sínu gegn Stoke á síðustu leiktíð. Reuters

Peter Coates stjórnarformaður Stoke staðfestir í samtali við The Sentinel, staðarblaðið í Stoke, að félagið eigi í viðræðum við Eið Smára Guðjohnsen um að fá hann til liðsins frá Mónakó.

Að því er fram kemur í blaðinu hefur Stoke náð samkomulagi við Mónakó um að félögin greiði til helminga laun Eiðs Smára sem eru talin vera 75.000 pund á viku, sem jafngildir 14 milljónum króna.

,,Við höfum rætt um að fá hann að láni í 12 mánuði en hvort það verður að veruleika verður bara að koma í ljós,“ segir Coates við The Sentinel en Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke segir nauðsynlegt að styrkja framherjasveit sína.

Stoke situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar án stiga eftir þrjá umferðir en Stoke tapaði, 2:0, fyrir Chelsea á laugardaginn. Eiður var sem kunnugt er í láni hjá Tottenham seinni hlutann á síðustu leiktíð og skoraði fyrsta mark sitt fyrir Lundúnaliðið í sigri gegn Stoke á Britannia.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert