Fyrrum leikmaður Liverpool lætur Torres fá það óþvegið

Fernando Torres reynir markskot í leiknum gegn Birmingham í gær.
Fernando Torres reynir markskot í leiknum gegn Birmingham í gær. Reuters

Jamie Redknapp fyrrum leikmaður Liverpool vandaði Fernando Torres framherja Liverpool ekki kveðjurnar eftir leik liðsins gegn Birmingham í gær. Redknapp segir að frammistaða Spánverjans hafi verið hrein hörmung en leiknum á St.Andrews lyktaði með markalausu jafntefli.

,,Í 45 mínútur var hann hreint skelfilegur. Hann hélt ekki boltanum og hann elti ekki boltann. Hann hefur verið hreint djöfullega slakur. Ég er hans mesti aðdáandi og elska það að sjá hann spila. Auðvitað eiga varnarmennirnir hrós skilið en það er eins og löngunin sé ekki til staðar hjá Torres. Hann virkar pirraður, er losaralegur og daufur,“ skrifar Redknapp í enska blaðið The Sun.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert