Hodgson: Verðskulduðum meira en eitt stig

Darren Bent markaskorari Sunderland í baráttu við Glen Johnson.
Darren Bent markaskorari Sunderland í baráttu við Glen Johnson. Reuters

,,Þetta voru ekki úrslitin sem við óskuðum okkur en frammistaða liðsins var samt nokkuð góð og við verðum bara að byggja ofan á þetta," sagði Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2:2 jafntefli liðsins við Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.

,,Við byrjuðum leikinn vel og hefðum getað komist í 2:0. Torres skoraði en markið var dæmt af, ranglega að mínu mati. Við lentum svo undir þegar Sunderland fékk afar ódýra vítaspyrnu en ég var ánægður með hvernig mínir menn svöruðu því. Við stjórnuðum leiknum algjörlega og ég held að þegar leikurinn er skoðaður í heild þá höfðum við verðskuldað meira en eitt stig,“ sagði Hodgson en hans menn hafa aðeins unnið einn af sex leikjum sínum í deildinni.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert