Wenger: Liverpool getur orðið meistari

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Liverpool hefur ekki útilokað Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að liðið sé í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 

,,Liverpool og Aston Villa eru lið sem geta alveg blandað sér í baráttuna. Það lítur þannig núna að ólíkt er að Liverpool muni vinna deildina en það er ekki hægt að útiloka það. Bilið á milli þeirra og liðanna á toppnum er ekki það mikið og allir vita að það eru hæfileikar og geta til staðar hjá liðinu,“ segir Wenger á vef Arsenal.

,,Deildin er mjög erfið í ár og þú þarf að einbeita þér vel fyrir hvern einasta leik. Ef ekki þá er hætt við að þú tapir stigum. En ég tel sjö félög eiga raunhæfa möguleika á titlinum,“ segir Wenger.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert