Tévez brjálaður út í Mancini

Tévez lætur stjórann heyra það í gær.
Tévez lætur stjórann heyra það í gær. Reuters

Carlos Tévez fyrirliði Manchester City var afar ósáttur út í knattspyrnustjórann Roberto Mancini yfir þeirri ákvörðun að taka hann af velli í leiknum gegn Bolton í gær.

Tévez, sem skoraði eina mark leiksins á 4. mínútu, var kippt útaf á lokamínútunum og það fór illa í Argentínumanninn. Hann sagði vel valin orð við stjórann og þurfti varamaður hans, James Milner, að halda honum í skefjum.

Mancini vildi lítið gera úr þessu atviki og hann sagði við fréttamenn eftir leikinn;

,,Ég var bara ánægður með viðbrögð hans og ég vildi að allir leikmenn væru eins og Carlos. Það vilja allir vera inni á vellinum en ég þurfti á manni að hald eins og Milner. Hann er hávaxnari en Tévez og betra að hafa þannig mann inná í föstum leikatriðum. Það er engin vandamál yfir því sem Carlos sagði við mig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert