Young tryggði Englandi sigur á Parken

Darren Bent skorar fyrir Englendinga.
Darren Bent skorar fyrir Englendinga. Reuters

Ashley Young kantmaðurinn skæði í liði Aston Villa tryggði Englendingum sigur gegn Dönum en þjóðirnar áttust við í æfingaleik á Parken í kvöld. Young kom inná í byrjun seinni hálfleiks og skoraði sigurmarkið í 2:1 sigri Englendinga skömmu síðar.

90. Leik lokið með 2:1 sigri Englendinga.

68.MARK!! Englendingar eru komnir í 2:1 á Parken. Varamaðurinn Ashley Young skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir góðan undirbúning frá Glen Johnson.

Síðari hálfleikur er hafinn. Fyrirliðinn Frank Lampard er farinn af velli og félagi hans úr Chelsea-liðinu, Ashley Cole, hefur tekið við fyrirliðabandinu.

10.MARK!! Englendingar voru ekki lengi að kvitta. Darren Bent skoraði af stuttu færi eftir undirbúning Theo Walcott, 1:1.

8. MARK!! Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, er búinn að koma Dönum yfir, 1:0. Agger skoraði með skalla eftir sendingu frá öðrum Liverpool manni, Christian Poulsen.

Danmörk: Sorensen, Christian Poulsen, Jorgensen, Agger, Simon Poulsen, Jacobsen, Kvist, Eriksen, Krohn-Delhi, Rommedahl, Bendtner.
Varamenn: Lindegaard, Wass, Kjaer, Silberbauer, Schone, Vingaard, Junker, Lorentzen, Enevoldsen, Pedersen.

England: Hart, Johnson, Dawson, Terry, Ashley Cole, Lampard, Wilshere, Walcott, Rooney, Milner, Bent.
Varamenn: Green, Walker, Cahill, Lescott, Baines, Downing, Parker, Barry, Young, Defoe, Carlton Cole, Stockdale.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert