Gattuso skallar Jordan (myndband)

Gennaro Gattuso og Joe Jordan í harkalegum orðaskiptum.
Gennaro Gattuso og Joe Jordan í harkalegum orðaskiptum. Reuters

Gennaro Gattuso fyrirliði AC Milan á yfir höfði sér langt keppnisbann eftir að hafa skallað Joe Jordan aðstoðarstjóra Tottenham eftir leik AC Milan og Tottenham í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Snemma í seinni hálfleik hljóp Gattuso að hliðarlínunni, sló til Joe Jordans, aðstoðarstjóra Tottenham, og tók hann síðan hálstaki. Ítalinn fékk ekki einu sinni áminningu fyrir það atvik. Í leikslok hljóp hann síðan að Jordan og skallaði hann í höfuðið

„Ég tek fulla ábyrgð á framkomu minni. Ég var mjög trekktur eftir að hafa átt orðaskipti við Jordan,“ sagði Gattuso við fréttastofuna ANSA eftir leikinn.

„Við töluðum báðir skosku en ég lærði hana þegar ég bjó og spilaði í heimaborg hans, Glasgow. Ég ætla ekki að hafa eftir hvað hann sagði en hann var að atast í mér allan leikinn. Það var rangt af mér að koma svona fram við mér eldri mann og ég verð að bíða þess sem verða vill í mínu máli," sagði Gattuso ennfremur.

Þess má geta að Jordan lék með AC Milan frá 1981 til 1983 og skoraði 12 mörk í 52 deildarleikjum með liðinu. Þá lék Jordan meðal annars með Leeds og Manchester United og 52 leiki fyrir skoska landsliðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert