Everton áfram en meistararnir úr leik

Leon Osman hjá Everton og Ramires hjá Chelsea eigast við …
Leon Osman hjá Everton og Ramires hjá Chelsea eigast við í leiknum í dag. Reuters

Everton lagði Chelsea 5:4 í 4. umferð enska bikarsins í dag eftir vítaspyrnukeppni og þar með eru bikarmeistararnir úr leik. Everton mætir Íslendingaliðinu Reading í 16-liða úrslitunum 1. mars. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Það var fyrirliðinn Phil Neville sem skaut Everton áfram af vítapunktinum eftir að Ashley Cole hafði skotið hátt yfir í fimmtu og síðustu spyrnu Chelsea. Áður hafði Leighton Baines klikkað hjá Everton, Peter Cech varði, og Tim Howard varði frá  Nicolas Anelka.

120. mín. VÍTASPYRNUKEPPNI

119. mín. 1:1  Leighton Baines jafnar fyrir Everton með frábæru skoti úr aukaspyrnu alveg efst í markhornið hjá Chelsea.

113. mín. 1:0 Frank Lampard var að koma Chelsea yfir með ágætu marki eftir nokkra pressu frá heimamönnum.

90. mín. Síðari hálfleikur var ekkert síðri en sá fyrri, en hvorugu liðinu tókst að skora þannig að nú þarf að fremlengja. Reyndar kom  Cahill boltanum í net Chelsea þegar tvær mínútur voru til leiksloka, en var réttilega dæmdur rangstæður.

45. mín. Kominn hálfleikur í þessum bráðskemmtilega leik þar sem liðin skiptast á um að sækja og eru oft nærri því að skapa sér flott færi, en herslumuninn vantar enn sem komið er.

25. mín. Chelsea hefur verið heldur sterkara liðið og verið nær því að skora. Boltinn fór meðal annars í stöngina hjá Everton af varnarmanni liðsins og Terry þrumaði síðan hátt yfir markið af stuttu færi.

Sigurliðið í dag mætir Reading í 16-liða úrslitum keppninnar 1. mars.

Chelsea: Cech, Ferreira, Ivanovic, Terry, Cole, Ramires, Mikel, Lampard, Kalou, Drogba, Malouda.
Varamenn: Turnbull, Essien, Zhirkov, Bertrand, Anelka, McEachran, Sala.
Everton: Howard, Neville, Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Arteta, Fellaini, Osman, Cahill, Beckford.
Varamenn: Mucha, Hibbert, Heitinga, Bilyaletdinov, Anichebe, Duffy, Baxter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert