Níu leikir og ekkert mark hjá Torres (myndband)

Frábær tilþrif frá Edwin Van der Sar þegar hann ver …
Frábær tilþrif frá Edwin Van der Sar þegar hann ver kollspyrnu frá Torres. Reuters

50 milljón punda maðurinn Fernando Torres var nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í leiknum gegn Manchester United á Brúnni í kvöld. Hollendingurinn fljúgandi, Edwin van der Sar, sá hins vegar til þess að svo varð ekki. Hann sýndi stórkostlega markvörslu þegar hann varði kollspyrnu Spánverjans stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Torres hefur komið við sögu í 9 leikjum með Chelsea frá því hann gekk í raðir félagsins frá Liverpool í lok janúar, sex í deildinni og þremur í Meistaradeildinni, og hann á enn eftir að finna netmöskvana. Torres er greinilega rúinn öllu sjálfstrausti og frammistaða hans með Chelsea er farið að minna ansi mikið á Úkraínumanninn Andriy Shevchenko.


szólj hozzá: C0-1M
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert