Ancelotti: Ég ræð því hvort Torres spilar eða ekki

Carlo Ancelotti ræðir við Fernando Torres á æfingu Chelsea.
Carlo Ancelotti ræðir við Fernando Torres á æfingu Chelsea. Reuters

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea staðhæfir að Roman Abramovich eigandi Chelsea sé það greindur að hann myndi ekki reyna að þvinga sig til að tefla Fernando Torres ávalt fram í leikjum liðsins.

Abramovich reiddi fram 50 milljónir punda úr veski sínu þegar Chelsea keypti Torres frá Liverpool í lok janúar. Hann hefur spilað níu leiki með Lundúnaliðinu frá því hann gekk í raðir þess en hefur enn ekki tekist að skora mark.

Spurður hvort hann óttaðist viðbrögð Abramovich ef hann tæki Torres úr liðinu fyrir leikinn gegn Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer a Old Trafford á þriðjudaginn sagði Ancelotti;

,,Nei ég hef aldrei hugsað út í það. Roman er það greindur að hann myndi aldrei biðja mig að gera það. Það getur alveg farið svo að Fernando byrji ekki inn á móti United. Ég þarf að velja á milli leikmanna en ekki bera þá saman með þeim peningum sem félagið borgaði fyrir það,“ sagði Ancelotti við fréttamenn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert