Sir Alex: Torres varð að spila

Fernando Torres á erftt uppdráttar þessa dagana.
Fernando Torres á erftt uppdráttar þessa dagana. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segist ekki vera í nokkrum vafa að sú háa fjárhæð sem Chelsea pungaði út fyrir spænska framherjann Fernando Torres geri það af verkum að Carlo Ancelotti sé neyddur til að tefla honum fram.

,,Margir héldu að Drogba myndi byrja inná. Ég hugsaði að hafa keypt Torres fyrir þennan pening þá verður Chelsea að tefla honum fram. Ég var ekki 100% öruggur en ég gat ekki séð fyrir mér að Torres yrði ekki í liðinu,“ sagði Ferguson við fréttamenn eftir sigur sinna manna gegn Chelsea í gær.

Ferguson segist ekki gagnrýna Chelsea fyrir kaupin á Torres. ,,Chelsea fékk tækifæri til að kaupa Torres og ég held að enginn hefði hafnað því tækifæri. Það sögðu allir á þeim tíma að Chelsea hefði gert frábær kaup. Þú getur ekki gagnrýnt Ancelotti fyrir þetta. Þetta voru góð kaup. Þau eru ekki að virka þessa stundina en Torres er ungur og það koma tímabil eftir þetta,“ sagði Ferguson.

Chelsea keypti Torres á 50 milljónir punda, 9,3 milljarða króna, frá Liverpool í lok janúar. Spánverjinn hefur engan veginn staðið undir væntingum hjá Lundúnaliðinu. Hann hefur nú tekið þátt í 13 leikjum liðsins en hefur enn ekki tekist að skora mark.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert