Alsírbúi segir Liverpool hafa áhuga

Ryad Boudebouz.
Ryad Boudebouz. Reuters

Ryad Boudebouz, knattspyrnumaður frá Alsír, segir að enska félagið Liverpool hafi sýnt mikinn áhuga á að kaupa sig frá Sochaux í Frakklandi og viðræður um það séu í gangi.

Boudebouz er 21 árs gamall sóknartengiliður sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með franska liðinu.

„Áhugi Liverpool er staðreynd. Þeir hafa haft samband en þetta tekur sinn tíma. Ég vil setjast niður og ræða málin þegar undirbúningstíabilið hefst. Ef tilboðið verður gott, verður ekki hægt  að hafa því. Það er ekki mín ósk að yfirgefa Sochaux en ég mun skoða tilboð mjög vel," sagði Boudebouz við franska dagblaðið L'Est Republicain.

Boudebouz er fæddur og uppalinn í Frakklandi og hefur verið í röðum Sochaux frá 14 ára aldri. Hann lék með yngri landsliðum Frakklands en hafnaði því að leika með 21-árs landsliði þjóðarinnar fyrir tveimur árum og valdi í framhaldi af því að leika með A-landsliði Alsír og hóf að spila með því á síðasta ári.

Boudebouz lék alla 38 deildaleiki Sochaux á nýliðnu tímabili og skoraði 8 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert