Walcott: Tímabilið byrjar með leiknum gegn Swansea

Theo Walcott.
Theo Walcott. Reuters

Theo Walcott, kantmaðurinn fljóti í liði Arsenal, segir að tímabilið hjá liðinu hefjist eiginlega á morgun en þá mætir það nýliðum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á Emirates Stadium.

Nokkrir nýir leikmenn hafa bæst í leikmannahópinn og má þar nefna þá Mikel Arteta, Yossi Benayoun og Per Mertesacker.

,,Við þurfum að byrja tímabilið með þessum leik á móti Swansea og gleyma leikjunum á móti Liverpool og Manchester Unietd,“ segir Walcott en Arsenal hefur aðeins náð að næla í eitt stig út úr þremur fyrstu leikjunum og í síðasta leik liðsins galt það afhroð þegar það steinlá fyrir Manchester United, 8:2, á Old Trafford.

,,Við þurfum að bregðast við á jákvæðan hátt. Leikmenn þurfa að stíga upp því í sannleika sagt var frammistaðan á móti Manchester United afar slök.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert