Arsenal-Park á skotskónum

Park Chu-young í leik með Arsenal.
Park Chu-young í leik með Arsenal. Reuters

Park Chu-young, sóknarmaðurinn sem Arsenal fékk í sínar raðir í sumar, skoraði bæði mörk Suður-Kóreubúa í dag þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, í vináttulandsleik gegn Pólverjum í knattspyrnu sem fram fór í Seoul.

Robert Lewandowski, leikmaður Dortmund, kom Pólverjum yfir en Park svaraði tvívegis fyrir heimamenn. Það var síðan annar Dortmund-maður, Jakub Blaszczykowski, sem tryggði Pólverjum jafnteflið þegar hann skoraði, 2:2, á 84. mínútu.

Park er 26 ára gamall, kom til Arsenal frá Mónakó, og hefur nú gert 25 mörk í 57 landsleikjum fyrir Suður-Kóreu.

Pólverjar fara beint á EM næsta sumar sem gestgjafar og leika því eintóma vináttulandsleiki þessi misserin. Suður-Kóreubúar búa sig hinsvegar undir viðureign við Sameinuðu arabísku furstadæmin í undankeppni HM 2014 sem fram fer á þriðjudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert