Bannan í bann vegna ölvunaraksturs

Barry Bannan, til hægri, í baráttu við Rúrik Gíslason í …
Barry Bannan, til hægri, í baráttu við Rúrik Gíslason í umspili 21-árs landsliða Skotlands og Íslands í fyrra. Reuters

Skoski knattspyrnumaðurinn Barry Bannan hefur verið settur í bann hjá Aston Villa í kjölfar þess að hann lenti í árekstri snemma í morgun og var í kjölfarið handtekinn vegna meints ölvunaraksturs.

Bannan, sem lék með skoska 21-árs landsliðinu gegn því íslenska í umspilinu fyrir EM seint á síðasta ári, var á ferð ásamt félaga sínum og leikmanni Shrewsbury, James Collins, fyrrum leikmanni Aston Villa, um hlukkan hálfsex að breskum tíma þegar þeir lentu í árekstri á hraðbraut. Hann var handtekinn í framhaldi af því.

Alex McLeish, landi hans og knattspyrnustjóri Villa, sendi frá sér þessa yfirlýsingu í kvöld: „Barry Bannan hefur verið settur í bann á meðan félagið kannar það sem gerðist. Hann verður ekki tiltækur fyrir leikinn gegn Sunderland um næstu helgi."

Bannan, sem hefur leikið 9 A-landsleiki fyrir Skotland, hefur spilað átta leiki með Villa í úrvalsdeildinni í hausts, fjóra þeirra í byrjunarliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert