Redknapp vill ekki sjá Manchester-liðin

Harry Redknapp skilur ekkert í reglum Evrópudeildarinnar.
Harry Redknapp skilur ekkert í reglum Evrópudeildarinnar. Reuters

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham skilur ekki afhverju lið sem falla úr leik í Meistaradeild Evrópu fái annan möguleika í annarri keppni, Evrópudeildinni. Tottenham á það á hættu að falla úr leik næsta fimmtudag þegar liðið leikur sinn síðasta leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Þau lið sem hafna í þriðja sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færast í útsláttakeppnina í Evrópudeildinni þar sem Tottenham berst nú fyrir lífi sínu að komast áfram. Bæði Mancester City og Mancester United komust með þessum hætti í Evrópudeildina og fara beint í 32-liða úrslit.

„Ef þú ert sleginn út úr keppni þá ertu úr leik. Hvað hefur þú með það að gera að fara í aðra keppni? Þetta er eins og ef þú værir slegin út úr enska bikarnum að þá færir þú í undanúrslit deildabikarsins.“

Gremja Harry Redknapp er mikil og spyr hann sig hver í ósköpunum hafi samið þessar reglur. „Þetta er ótrúlegt, ég bara skil þetta ekki. Þó þú vinnir svo Evrópudeildina hlýtur þú að hugsa að þú hafir ekki verið með í þessari keppni frá upphafi. Að þú hafir ekki tekið þátt í útsláttarkeppninni. Þetta er mjög skrítið. “ 

Tottenham þarf að treysta á að Rubin Kazan tapi í lokaumferðinni og á sama tíma þarf enska liðið að vinna Írana í Shamrock Rovers ætli það sér í 32-liða úrslitin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert