Tilbúnir að greiða Drogba 64 milljónir á viku

Didier Drogba.
Didier Drogba. Reuters

Þrjú félög í Kína vilja frá Didier Drogba framherja Chelsea til liðs sig og eitt þeirra er reiðbúið að gera Fílabeinsstrandarmanninn að hæst launaða knattspyrnumanni í heimi.

Núgildandi samningur Drogba við Chelsea rennur út eftir tímabilið og hafa ekki tekist samningar um framlengingu á honum. Drogba vill semja til tveggja ára en forráðamenn Chelsea vilja ekki semja við hann lengur en til eins árs.

Kínverska liðið Shanghai Shenhua, sem fékk Nicolas Anelka í sínar raðir á dögunum, hefur lýst yfir áhuga á að fá Drogba og liðin Dalian Aerbin og Guangzhou Evergrande eru einnig spennt fyrir framherjanum. Síðastnefnda liðið er reiðubúið að gera Drogba að hæst launaða knattspyrnumanni í heimi en það er sagt hafa verið tilbúið að greiða honum 400 þúsund evrur í vikulaun sem jafngildir nálægt 64 milljónum króna.

Drogba hefur spilað með Chelsea frá árinu 2004 og hefur skorað 150 mörk fyrir félagið.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert