Tévez búinn að biðjast afsökunar

Carlos Tévez.
Carlos Tévez. Reuetrs

Argentínumaðurinn Carlos Tévez hefur beðið Manchester City afsökunar fyrir hegðun sína en sem kunnugt er neitaði Tévez að fara inná í leik gegn Bayern München í Meistaradeildinni í haust og var í kjölfarið settur í bann.

Í yfirlýsingu sem er birt á vef Manchester City segir Tévez: „Ég vil biðja einlægrar afsökunar alla þá sem ég hef valdið vonbrigðum og ósk mín er sú að einbeita mér að því að spila með liði Manchester City.“

Þá kemur fram á vef Manchester City að Tévez ætli ekki að áfrýja kæru félagsins um brot á reglum þess að Argentínumaðurinn var beittur háum sektum. Hann sneri til Manchester í síðustu viku eftir margra vikna dvöl í Argentínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert