Gylfi: 10 sinnum betra en ég átti von á

Gylfi brosir eftir að hafa skorað fyrra mark sitt gegn …
Gylfi brosir eftir að hafa skorað fyrra mark sitt gegn Fulham á laugardaginn. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segir að lið Swansea sé 10 sinnum betra en hann átti von á en Gylfi kom til velska liðsins frá þýska liðinu Hoffenheim í janúar og óhætt er að segja að hann hafi fallið einstaklega vel inn í liðið.

,,Ég vissi að Swansea-liðið væri mjög gott í því að halda boltanum og leikmenn hefðu sjálfstraust til að spila boltanum en liðið er 10 sinnum betra en ég átti von á. Við fáum traust frá stjóranum til að spila boltanum en ef við spiluðum eitthvað öðruvísi en við gerum þá held ég að liðið væri ekki svona farsælt,“ segir Gylfi í viðtali við WalesOnline.

Gylfi, sem skoraði tvö mörk gegn Fulham á laugardaginn, hefur skorað 5 mörk í 9 leikjum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og er orðinn þriðji markahæsti leikmaður liðsins. Hann fékk frábæra dóma fyrir frammistöðu sína hjá enskum fjölmiðlum og var til að mynda valinn maður leiksins hjá Sky Sports var valinn í lið vikunnar hjá BBC og Soccernet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert