Hreinsanir framundan hjá Arsenal

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Reuters

Miklar hreinsanir eru framundan hjá Arsenal í sumar en Arsene Wenger knattspyrnustjóri félagsins hyggst losa sig við nokkra leikmenn sem eru dýrir á fóðrum og nota peningana til að fjárfesta í nýjum leikmönnum.

Leikmenn eins og Andrei Arshavin, Marouane Chamakh, Sebastien Squillaci, Nicklas Bendtner, Denilson og Carlos yfirgefa líklega allir félagið en samtals fá þessir leikmenn 23 milljón pund í laun á ári sem jafngildir um 4,7 milljörðum íslenskra króna.

Þá er víst að markvörðurinn Manuel Almunia fari frá Arsenal en samningur hans við Lundúnaliðið rennur út í sumar. Vikulaun hans eri 60 þúsund pund, rúmar 12 milljónir króna.

Forgangsmál hjá Arsenal er að gera nýjan samning við Robin Van Persie, sem á eitt ár eftir af samningi sínum, og þá hefur Wenger í hyggju að kaupa í það minnsta tvo leikmenn og það gæðaleikmenn.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert