Liverpool þarf þrjá heimsklassa sóknarmenn

Luis Suárez.
Luis Suárez. Reuters

John Barnes, ein af goðsögnum Liverpool, telur að liðið þurfi að fá þrjá heimsklassa sóknarsinnaða leikmenn í það minnsta ef liðið ætlar að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð.

Liverpool hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur en það hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og situr í 7. sæti deildarinnar.

Barnes var á meðal þeirra sem töluðu á fundi í Manchester í gær og hann sagði; ,,Hversu margir leikmanna Liverpool kæmust í önnur topplið? Ég held að sé alveg ljóst að það er skortur á gæðum hjá liðinu.

Síðustu fimm til sex ár þá hef ég alltaf sagt að Liverpool þurfi að kaupa leikmenn sem fara beint inn í liðið en ekki leikmenn sem fara út og inn í liðið. Ég tel að Liverpool þurfi þrjá toppleikmenn, allt sóknarmenn sem þurfa að vera fastamenn í liðinu til viðbótar við Gerrard og Suárez,“ sagði Barnes.

Barnes er ekki gagnrýninn á knattspyrnustjórann Kenny Dalglish en telur að stjórinn hafi verið óheppinn með nokkra af þeim leikmönnum sem hann keypti.

,,Þegar ég fór til Liverpool þá var ég búinn að spila 30 landsleiki og spila í sex ár með Watford. Peter Beardslay var búinn að vera í fimm ár hjá Newcastle og spila 25 landsleiki.

Þetta er ekki bara Liverpool en svo virðist vera að ef þú átt eitt gott tímabil þá ertu fenginn til einhvers af stóru liðunum sem greiða háa fjárhæð fyrir þig. Andy Carroll átti eitt eitt ár hjá Newcastle og Jordan Henderson hjá Sunderland. Þeir eiga eftir að sanna sig,“ segir Barnes en var eitt stærsta númerið sem Dalglish keypti þegar hann var fyrst við stjórnvölinn hjá Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert