Mancini: Vörðumst afar illa

Roberto Mancini var ekki sáttur með sína menn í dag.
Roberto Mancini var ekki sáttur með sína menn í dag. AP

„Þetta var brjálaður leikur og miklar tilfinningar í gangi. Við spiluðum ekki vel en eigum enn möguleika,“ sagði Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City eftir jafnteflið við Sunderland í dag.

„Það var mjög mikilvægt að við myndum spila vel en við gerðum það samt ekki. Við vörðumst afar illa. Við gerðum mistök. Ég er ekki ánægður með frammistöðuna,“ sagði Mancini sem var svo spurður út í titilvonir City og hvort hann teldi möguleika á að Manchester United missti af stigum gegn Blackburn á mánudaginn.

„Þeir gætu alveg átt eftir að gera jafntefli á mánudaginn. Hvers vegna ekki? Erum við enn í titilbaráttunni? Ég held það því að í átta leikjum er eðlilegt að gera tvö jafntefli. Við munum reyna að vinna þessa deild á meðan það er mögulegt. Ég er viss um að við munum standa okkur betur gegn Arsenal í næstu viku en við gerðum í dag,“ sagði Mancini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert