Chelsea skammast sín fyrir stuðningsmennina

Nokkrir af stuðningsmönnum Chelsea áttu erfitt með að hafa þögn …
Nokkrir af stuðningsmönnum Chelsea áttu erfitt með að hafa þögn í mínútu og virða þannig stuðningsmenn Liverpool sem létust í Hillsborough slysinu fyrir 23 árum. AFP

Stjórn knattspyrnufélagsins Chelsea hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma framkomu stuðningsmanna þess þegar minnast átti þeirra stuðningsmanna Liverpool sem létust í Hillsborough slysinu árið 1989. Þetta átti að gera fyrir leik liðsins gegn Tottenham í undanúrslitum bikarkeppninnar en dómari leiksins þurfti að stytta áætlaða mínútu þögn. Það gerði hann vegna þess að hópur aðdáenda Chelsea virti ekki þögnina.

Alls létust 96 stuðningsmenn Liverpool þegar liðið lék gegn Nottingham Forrest í undanúrslitunum í enska bikarnum fyrir 23 árum.

Chelsea og Liverpool mætast í úrslitum keppninnar 5. maí eftir að Chelsea vann Tottenham örugglega 5:1 í dag og Liverpool hafði betur gegn Everton 2:1 í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert