Torres óánægður og gæti yfirgefið Chelsea

Torres hefur átt erfitt uppdráttar.
Torres hefur átt erfitt uppdráttar. AFP

Óvíst er hvort Fernando Torres verður áfram í herbúðum Chelsea en hann er virkilega ósáttur við hlutskipti sitt í liðinu og ætlar að ræða við yfirmenn félagsins um framtíð sína.

Torres, sem fór til Chelsea til að vinna titla, var ónotaður varamaður þegar liðið vann enska bikarinn og kom inn á sem varamaður á 83. mínútu þegar Chelsea vann Meistaradeildina í gærkvöldi.

Hann viðurkenndi eftir leikinn að hann hefði búist við því að byrja leikinn en Didier Drogba, sem hóf leik í fremstu víglínu Chelsea, skoraði jöfnunarmark Lundúnaliðsins og tryggði sigurinn í vítaspyrnukeppninni.

Torres efast um að það sé þess virði fyrir hann að vera áfram í Chelsea. „Ég er á toppi ferils míns núna og er hungraðri en nokkru sinn fyrr. En ég þurfti að sitja á bekknum í úrslitaleiknum sem voru gríðarleg vonbrigði. Ein þau mestu í mínu lífi,“ segir Torres á guillembalague.com.

„Við höfum rætt mikið saman og við munum tala saman um framtíð mína. Hlutverkið sem ég gegndi á þessu tímabili var ekki það sem mér var lofað þegar ég kom hingað. Mér líður ekki vel,“ segir Torres.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Halldór Jóhannsson: :)
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert