Tottenham á höttunum eftir Dzagoev

Alan Dzagoev fagnar marki á EM.
Alan Dzagoev fagnar marki á EM. AFP

Tottenham er á höttunum eftir rússneska miðjumanninum Alan Dzagoev en faðir leikmannsins segir að Lundúnaliðið vilji kaupa hann frá rússneska liðinu CSKA Moskva.

Dzagoev, sem er 22 ára gamall, er rússneskur landsliðsmaður sem skoraði 3 mörk fyrir Rússa á Evrópumótinu. Félög á borð við Arsenal, Chelsea og Real Madrid hafa haft augastað á leikmanninum en nú er Tottenham komið inn í myndina.

„Ég veit ekki hvort hann verður áfram hjá CSKA. Það eru komin tilboð frá Tottenham og fleiri útlendum liðum,“ segir faðir Dzagoevs við enska blaðið Daily Mail.

Tottenham gengur frá ráðningu á Andre Villas-Boas sem nýjum knattspyrnustjóra liðsins í vikunni og í kjölfarið er reiknað með að Gylfi Þór Sigurðsson verði kynntur til leiks hjá Lundúnaliðinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert