Rodgers: Peningarnir skiptu Gylfa meira máli

Gylfi Þór skoraði tvennu gegn Fulham í mars.
Gylfi Þór skoraði tvennu gegn Fulham í mars. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool og fyrrum stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea og Reading, segir að peningar hafi greinilega haft sitt að segja um þá ákvörðun Gylfa að fara til Tottenham.

„Gylfi stóð sig frábærlega hjá mér hjá Swansea. Við ræddum saman og ég hélt að það yrði mikilvægast fyrir hann að spila fótbolta en greinilega skipta fjármálin miklu máli,“ sagði Rodgers við heimasíðu Liverpool.

„Ég vissi hvernig markaðurinn væri og var ekki tilbúinn að borga neitt meira en það sem hafði verið samið um áður [á milli Hoffenheim og Swansea]. Hjá Liverpool hefði Gylfi fengið frábært tækifæri til að sýna sig undir stjórn einhvers sem hann þekkir, hjá félagi sem er alvöru knattspyrnufélag, en hann ákvað að fara til Tottenham. Ég óska honum alls hins besta. Þetta er góður strákur. Það eru engin sárindi, við erum með aðra leikmenn í sigtinu og höldum bara áfram,“ sagði Rodgers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert