Liverpool hefur augastað á Walcott

Theo Walcott.
Theo Walcott. AFP

Liverpool er að undirbúa tilboð í enska landsliðsmanninn Theo Walcott sem leikur með Arsenal.

Walcott á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hann er sagður tilbúinn að fara frá félaginu nema það hækki hann verulega í launum og greiði honum 100 þúsund pund í vikulaun að því er fram kemur í enska blaðinu Daily Mail í dag.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, er sagður vera að undirbúa tilboð í kantmanninn fljóta og er tilbúinn að reiða fram 15 milljónir punda í leikmanninn.

Chelsea og Paris SG eru einnig með Walcott í sigtinu en Arsenal-menn eiga síðasta orðið og væntanlega skýrist það á næstu dögum hver verður framtíð Walcotts á knattspyrnuvellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert