Gylfi spilaði í jafntefli Tottenham gegn Norwich

Moussa Dembélé skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag en það dugði ekki til sigurs því Robert Snodgrass tryggði Norwich annað stigið með marki á 85. mínútu í leik liðanna í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 56 mínúturnar fyrir Tottenham sem átti ekki góðan dag og átti Norwich stigið skilið.

Swansea fékk á sig sín fyrstu mörk gegn Sunderland en Steven Fletcher skoraði tvívegis fyrir sitt nýja félag. Spánverjinn Michu heldur áfram að skora fyrir Swansea en liðin skildu jöfn, 2:2.

West Brom reif Everton niður á jörðina eftir góða byrjun í deildinni en West Brom vann, 2:0, með mörkum frá Shane Long og Gareth McAuley.

Þá skildu Wigan og Stoke jöfn, 2:2, í fjörugum leik þar sem bæði lið fengu vítaspyrnu.

Swansea - Sunderland 2:2 LL
(Wayne Routledge 45., Michu 65. – Steven Fletcher 40., 45+7) Rautt: Chico, Swansea (71.)
Tottenham - Norwich 1:1 LL
(Moussa Dembélé 68. – Robert Snodgrass 85.) Rautt: Huddlestone, Tottenham (89.)
West Brom - Everton 2:0 LL
(Shane Long 65., Gareth McAuley 86.)
Wigan - Stoke 2:2 LL
(Shaun Maloney 5. víti, Franco Di Santo 49. – Jonathan Walters 40. víti, Peter Crouch 76.) 

15.57 LEIK LOKIÐ HJÁ WBA OG EVERTON, 2:0.

15.57 LEIK LOKIÐ HJÁ SWANSEA OG SUNDERLAND, 2:2.

15.53 LEIK LOKIÐ HJÁ TOTTENHAM OG NORWICH, 1:1.

15.52 LEIK LOKIÐ HJÁ WIGAN OG STOKE, 2:2.

15.37 MARK Á HAWTHORNS - 2:0. WBA að innsigla sigurinn gegn Everton. Gareth McAuley skorar á 86. mínútu eftir sendingu frá Chris Brunt.

15.46 RAUTT! Tom Huddleston er rekinn af velli hjá Tottenham með beint rautt spjald á 89. mínútu.

15.42 MARK Á WHITE HART LANE - 1:1. Norwich jafnar metin gegn Tottenham og á það fyllilega skilið. Robert Snodgrass skorar með góðu skoti úr teignum á 85. mínútu.

15.36 MARK Á DW-VELLINUM - 2:2. Stoke jafnar. Það gerir Peter Crouch með skallamarki á 76. mínútu.

15.34 RAUTT! Miðvörðurinn Chico Flores fær rautt spjald fyrir hefnibrot á Louis Saha, leikmanni Sunderland. Swansea einum manni færra.

15.33 MARK Á LIBERTY-VELLINUM - 2:2. Swansea er búið að jafna aftur gegn Sunderland og auðvitað skorar Spánverjinn Michu. Hann skorar með skalla á 65. mínútu eftir sendingu frá Jonathan De Guzman.

15.26 MARK Á WHITE HART LANE - 1:0. Draumabyrjun hjá Belganum Moussa Dembélé. Hann kemur sér í skotfæri í teignum og hamrar boltann í bláhornið í sínum fyrsta leik á 68. mínútu. 

15.25 MARK Á HAWTHORNS - 1:0. Belginn Marouane Fellaini brennir af dauðafæri fyrir Everton og liðinu er refsað því Shane Long skorar hinum megin í næstu sókn eftir sendingu frá Peter Odemwingie.

15.14 WHITE HART LANE Gylfi Þór Sigurðsson tekinn af velli eftir 56 mínútur. Emmanuel Adebayor kemur inná. Ekki góður leikur hjá Gylfa, því miður.

15.07 MARK Á DW-VELLINUM - 2:1. Wigan kemst aftur yfir í þessum leik. Framherjinn sem skorar nánast aldrei, Franco Di Santo, með sitt annað mark í tveimur leikjum. Hann skorar eftir sendingu frá Arouna Koné á 49. mínútu.

15.04 WHITE HART LANE Moussa Dembéle er kominn inná í sínum fyrsta leik fyrir Tottenham. Hann leysir Sandro af hólmi sem fær bara 45 mínútur í þessum leik.

15.03 Seinni hálfleikur er að hefjast allstaðar nema hjá Swansea og Sunderland.

14.53 MARK Á LIBERTY-VELLINUM - 1:2. Afsakið þetta. Það voru víst meiðsli í leik Swansea og Sunderland sem urðu til þess að átta mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn. Á sjöundu mínútu í uppbótartíma skorar Steven Fletcher sitt annað mark og kemur Sunderland yfir.

14.48 Það er hálfleikur í öllum leikjunum.

14.44 MARK Á LIBERTY-VELLINUM - 1:1. Swansea jafnar metin. Það gerir Wayne Routledge eftir góðan undirbúning Michu og Nathan Dyer.

14.44 MARK Á DW-VELLINUM - 1:1. Peter Crouch er felldur í teignum af Figeroa og víti dæmt. Jonathan Walters skorar úr vítinu.

14.43 WHITE HART LANE Norwich hársbreidd frá því að komast yfir. Simeon Jackson nær skalla á markteig eftir fyrirgjöf frá vinstri en Brad Friedel ver stórkostlega í markinu. Þvílík varsla hjá gamla manninum.

14.41 MARK Á LIBERTY-VELLINUM - 0:1. Skoski framherjinn Steven Fletcher er búinn að skora fyrir Sunderland gegn Swansea. Þetta er ástæðan fyrir því að Sunderland borgaði 12 milljónir punda fyrir hann. Swansea að fá á sig sitt fyrsta mark á tímabilinu.

14.30 Tottenham er að spila svakalega illa gegn Norwich sem er betri aðilinn í leiknum. Það er ekki heil brú í sóknarleik heimamanna.

14.24 Menn eitthvað feimnir við markaskorun í ensku úrvalsdeildinni í dag.

14.07 MARK Á DW-VELLINUM - 1:0. Shaun Maloney skorar fyrir Wigan gegn Stoke. Ryan Shawcross fær boltann í höndina og víti er dæmt. Maloney setur boltann niður í vinstra hornið.

14.04 WHITE HART LANE Gylfi Þór Sigurðsson lætur vita af sér eftir tvær og hálfa mínútu. Hann á þrumuskot fyrir utan teig sem fer rétt yfir markið.

14.00 Leikirnir eru að hefjast.

13.38 Everton og Swansea eru þau lið sem hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Swansea hefur ekki enn fengið á sig mark en liðið vann QPR, 5:0, í fyrstu umferðinni og West Ham, 3:0, um síðustu helgi. Everton er búið að vinna Man. United og Aston Villa.

13.23 Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Tottenham í dag og Moussa Dembélé er á bekknum. Clint Dempsey og Hugo Lloris eru ekki í leikmannahópnum.

13.20 Öll mörk og helstu atvik í leikjunum verða uppfærð hér. Byrjunarliðin í öllum leikjunum má sjá hér að neðan.

Byrjunarliðin:

Swansea: Vorm; Rangel, Chico, Williams, Taylor; Britton, De Guzman, Michu; Dyer, Graham, Routledge

Sunderland: Mignolet, Gardner, Colback, O'Shea, Cuellar, Cattermole, Larsson, Johnson, McClean, Sessegnon, Fletcher.

---

Tottenham: Friedel, Walker, Vertonghen, Gallas, Assou-Ekotto, Sandro, Livermore, Lennon, Bale, Gylfi Þór Sigurðsson, Defoe.

Norwich: Ruddy, R. Martin, Johnson, Bassong, Snodgrass, Howson, Holt, Jackson, Pilkington, Garrido, Barnett

---

West Brom: Foster; Reid, McAuley, Olsson, Ridgewell; Yacob, Mulumbu; Fortune, Morrison, Dorrans; Long

Everton: Howard, Neville, Baines, Distin, Jagielka, Gibson, Osman, Fellaini, Pienaar, Naismith, Jelavic.

---

Wigan: Al Habsi, Kone, McCarthy, Caldwell, Di Santo, Maloney, McArthur, Boyce, Ramis, Beausejour, Figueroa.

Stoke: Begovic, Cameron, Huth, Whelan, Wilson, Shawcross, Whitehead, Walters, Kightly, Crouch, Wilkinson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert