Ferguson: Gangi dómaranum vel

Torres fékk annað gult og þar með rautt fyrir dýfu.
Torres fékk annað gult og þar með rautt fyrir dýfu. AFP

Knattspyrnuáhugamenn þurfa ekki að bíða lengi eftir að Chelsea og Manchester United mætist aftur eftir leikinn rosalega í úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Man. United mætir aftur á Brúna á miðvikudaginn þegar liðin eigast við í enska deildabikarnum.

Eftirskjálftarnir eftir leikinn í gær eru rétt að byrja en dómarinn, Mark Clattenburg, gæti verið í vondum málum sannist það að hann hafi beitt leikmenn Chelsea kynþáttaníði.

Clattenburg sendi einnig tvo leikmenn Chelsea af velli og þá skoraði Javier Hernández ólöglegt sigurmark þegar hann komst upp með að vera rangstæður.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, óskaði dómara miðvikudagsins alls hins besta og sagði hann eiga erfiðan leik í vændum.

„Gangi dómaranum vel! Það er alltaf erfitt að spila hérna og erfitt að fá dóma með sér. Undanfarin ár höfum við fengið ótrúlega dóma á móti okkur og ég held að allir viti það. En í dag vorum við heppnir. Mér fannst við verðskulda þetta,“ sagði Sir Alex Ferguson eftir leikinn í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert