Benítez flýgur til London til að ræða við Chelsea

Rafa Benítez gæti orðið næsti stjóri Chelsea.
Rafa Benítez gæti orðið næsti stjóri Chelsea. Reuters

Knattspyrnustjórinn Rafael Benítez er á leið til London frá Abu Dhabi til þess að ræða betur við Chelsea um að verða næsti knattspyrnustjóri félagsins samkvæmt fréttavef BBC.

Benítez starfaði síðast sem knattspyrnustjóri árið 2010 en hann hætti þá hjá Inter. Hann var áður stjóri Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Benítez lýsti fyrr í dag yfir áhuga á að taka við Chelsea, án þess þó að segja mikið um möguleikann á að það gengi eftir, en svo virðist sem sá áhugi sé gagnkvæmur. Hann yrði níundi knattspyrnustjórinn á síðustu tíu árum hjá Chelsea eftir að Roman Abramovich eignaðist félagið.

Roberto Di Matteo var rekinn frá Chelsea í morgun eftir aðeins 262 daga í starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert