Liverpool valdi Henderson frekar en Götze

Mario Götze.
Mario Götze. AFP

Enska blaðið The Times greinir frá því dag að Liverpool hafi frekar valið að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland fyrir 14 milljónir punda árið 2011 frekar en þýska landsliðsmanninn Mario Götze sem hefur farið á kostum með þýska liðinu Dortmund.

Rory Smith blaðamaður á The Times segir að Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool og Kenny Dalglish, fyrrum stjóri, hafi sammælst um að velja Henderson frekar en Götze.

Henderson hefur ekki náð sér á strik með liði Liverpool og á þessu tímabili hefur hann aðeins tvívegis verið í byrjunarliðinu. Hann hefur því ekki náð þeirri velgengni sem þeir Comolli og Dalglish bjuggust við frá leikmanninum þegar þeir gengu frá samningi við hann í júnímánuði í fyrra.

Götze hefur hins vegar átti frábæru gengi að fagna með Dortmund og mörg af stærstu félögum í Evrópu hafa rennt hýrum augum til miðjumannsins snjalla sem er 20 ára gamall og er þegar orðinn lykilmaður í meistaraliði Dortmund og þá spilar hann stóra rullu með þýska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert