Gylfi skoraði og lagði upp í 3:0 sigri á Inter

Gareth Bale og Benoit Assou-Ekotto fagna Gylfa Þór Sigurðssyni eftir að hann kom Tottenham í ... stækka

Gareth Bale og Benoit Assou-Ekotto fagna Gylfa Þór Sigurðssyni eftir að hann kom Tottenham í 2:0 í kvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði annað upp þegar Tottenham lagði Inter Mílanó að velli, 3:0, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á White Hart Lane í kvöld.

Gareth Bale kom Tottenham yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu frá Gylfa, sem kom svo Tottenham í 2:0 á 18. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti frá Jermain Defoe. Það var svo miðvörðurinn Jay Vertonghen sem skoraði þriðja markið með skalla eftir hornspyrnu frá Bale snemma í seinni hálfleiknum.

Gylfi spilaði mjög vel með Tottenham og honum var skipt af velli eftir 70 mínútna leik.

Úrslit leikja í 16-liða úrslitunum í kvöld:

Anzhi - Newcastle 0:0
Steaua Búkarest - Chelsea 1:0
Stuttgart - Lazio 0:2
Viktoria Plzen - Fenerbache 0:1
Basel - Zenit St. Pétursborg 2:0
Benfica - Bordeaux  1:0
Levante - Rubin Kazan 0:0
Tottenham - Inter Mílanó 3:0

Fylgst var með gangi mála á White Hart Lane hér á mbl.is:

90+3. Leik lokið með öruggum sigri Tottenham.

71. Gylfi Þór Sigurðsson fer af velli við dynjandi lófatak stuðningsmanna Tottenham og Lewis Holtby kemur í hans stað. Fín frammistaða hjá Gylfa í kvöld, mark og stoðsending.

53. MARK - 3:0. Tottenham styrkir enn stöðuna. Hornspyrna frá Gareth  Bale og Jan Vertonghen rís hæst allra í vítateignum og skorar með hörkuskalla. Einfalt mark.

45+1. Hálfleikur og Tottenham er með forystu, 2:0, eftir frábæra byrjun á leiknum.

42. Inter fær sannkallað dauðafæri til að minnka muninn. Alvarez kemst einn inn fyrir vörn Tottenham og inn í vítateiginn en hittir ekki markið!

36. Gylfi Þór Sigurðsson leggur upp annað færi fyrir Gareth Bale sem skallar framhjá marki Inter.

18. MARK - 2:0. Og nú skorar Gylfi Þór Sigurðsson sjálfur. Jermain Defoe fær boltann í miðjum vítateig Inter, snýr sér og skýtur. Handanovic ver vel en Gylfi er snöggur að átta sig og sendir boltann viðstöðulaust í markið af markteignum!

15. Gareth Bale fær gula spjaldið fyrir meinta dýfu þegar hann og varnarmaður Inter rekast saman í vítateig Ítalanna. Harkalegt og þýðir að Bale verður í banni í seinni leik liðanna á San Siro.

8. Litlu munar að Tottenham bæti við marki. Jermain Defoe í góðu færi í vítateig Inter en hinn slóvenski Handanovic ver glæsilega í marki Inter.

6. MARK - 1:0. Óskabyrjun Tottenham og samvinna Gylfa Þórs Sigurðssonar og Gareths Bale heldur áfram. Gylfi fær boltann út við hornfána  vinstra megin, leikur til baka, á varnarmann Inter, og sendir svo hárnákvæma sendingu inn í vítateiginn á Bale sem skorar með hörkuskalla.

1. Leikurinn er hafinn á White Hart Lane.

Tottenham: Friedel, Walker, Gallas, Vertonghen, Assou-Ekotto, Parker, Dembélé, Lennon, Gylfi, Bale, Defoe.
Varamenn: Lloris, Naughton, Dawson, Holtby, Livermore, Caulker, Carroll.

Inter Mílanó: Handanovic, Zanetti, Ranocchia, Chivu, Juan, Gargano, Cambiasso, Alvarez, Kovacic, Pereira, Cassano.
Varamenn: Belec, Palacio, Guarin, Benassi, Pasa, Mbaye, Jonathan.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda