Vikulaun Suárez hækka í 100.000 pund

Luis Suárez fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur. stækka

Luis Suárez fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur. AFP

Luis Suárez hefur farið gjörsamlega á kostum með Liverpool í vetur og verið einn albesti, ef ekki besti, leikmaður úrvalsdeildarinnar. Hann er markahæstur þar með 21 mark og þessi frammistaða hefur orðið til þess að vikulaun kappans hækkuðu úr 80.000 pundum í 100.000 pund, sem jafngildir um 19 milljónum króna.

Þetta kemur fram í frétt Guardian. Ástæðan fyrir hækkuninni er nýtt launakerfi eigenda Liverpool sem byggir á því að laun miðist við frammistöðu leikmanna. Nái þeir ákveðnum markmiðum þá hækki laun þeirra í samræmi við það.

Suárez verður eflaust í eldlínunni á sunnudag en þá á Liverpool erfiðan leik fyrir höndum gegn Tottenham. Félagi hans í framlínunni, Daniel Sturridge, ætti að vera orðinn klár í þann leik en hann byrjaði að æfa aftur í vikunni eftir meiðsli í læri.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda